Þráðlaust staðarnet
Þráðlaust staðarnet er staðarnet sem tengir tvö eða fleiri tæki saman með einhvers konar þráðlausri dreifileið. Yfirleitt er einhvers konar tenging við víðara internetið. Þráðlaust staðarnet gerir notendum leift að færa sig um á ákveðnu svæði án þess að missa samband við tölvunetið. Flest þráðlaus staðarnet eru byggð á staðlinum IEEE 802.11, betur þekkt sem Wi-Fi.
Þráðlaus staðarnet er víða að finna í heimilum og á almenningsstöðum.