Þorkell Tjörvason
Þorkell Tjörvason (d. 1053) var íslenskur lögsögumaður á 11. öld. Hann var líklega frá Ljósavatni, sonarsonur Þorgeirs Ljósvetningagoða Þorkelssonar, sem var lögsögumaður 985-1001. Þorkell var lögsögumaður í tuttugu sumur, 1034-1053, en fátt er vitað um lögsögumannstíð hans.