Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (f. 1986) er íslenskur íþróttafréttamaður og sagnfræðingur.
Þorkell hóf störf sem íþróttafréttamaður á Rúv árið 2009 og hefur síðan þá komið að ýmsum verkefnum sem íþróttafréttamaður, meðal annars farið á ferna Sumarólympíuleika. Auk þess hefur hann unnið fjölda sjónvarps- og útvarpsþátta um íþróttir í sögulegu samhengi. Árið 2024 kom út bók eftir Þorkel sem heitir Með harðfisk og hangikjöt að heiman og fjallar um undirbúning og þátttöku Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (2024). Með harðfisk og hangikjöt að heiman. Undirbúningur og þátttaka Íslands á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948. Sögufélag. ISBN 978-9935-466-40-2.