Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir

(Endurbeint frá Þorbjörg Árnadóttir)

Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir (1898–1984) var íslenskur hjúkrunarfræðingur og rithöfundur.

Þorbjörg fæddist 8. febrúar 1898 á Skútustöðum. Hún lést í Reykjavík 7. maí 1984 en er grafin á Skútustöðum nálægt gröf föðurs síns. Foreldrar Þorbjargar voru þau Auður Gísladóttir (1869–1962) og Árni Jónsson (1849–1916) prestur og alþingismaður. Hálfsystkini hennar voru þau Þuríður (1885) og Jón (1888) en alsystkini voru þau Dýrleif Þorbjörg (1897), Gísli (1899), Þóra (1900), Gunnar (1901), Ingileif Oddný (1903), Ólöf Dagmar (1909).[1]

Þorbjörg lauk prófi frá Verslunarskólanum árið 1916. Þremur árum síðar fór hún til Kaupmannahafnar og lauk þaðan hjúkrunarfræðiprófi árið 1923. Hún starfaði víða sem hjúkrunarkona en hélt til Bandaríkjanna árið 1937 þar sem hún stundaði nám í heilsuvernd. Vorið 1945 varð hún fyrsta íslenska konan til að ljúka meistaraprófi í faginu þegar hún útskrifaðist frá Washington-háskóla í Seattle.[2]

Þorbjörg var virkur meðlimi í Félagi íslenskra hjúkrunarkvenna og var um tíma í stjórn þess sem og ritstjóri blaðs félagsins. Hún orti líka ljóð og skrifaði skáldsögur, fræðibók og ferðasögu.[3]

Heimildir

breyta
  1. „Árni Jónsson“. Alþingi. Sótt 9. febrúar 2021.
  2. „Þorbjörg Árnadóttir - Fyrsta meistaraprófið í hjúkrun“. www.hjukrun.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júlí 2022. Sótt 9. febrúar 2021.
  3. „Þorbjörg D. Árnadóttir“. Kvennabókmenntir (enska). Sótt 9. febrúar 2021.