Viðskiptavinur (einnig viðskiptamaður eða kúnni, úr dönsku kunde) er sá sem kaupir eða ætlar að kaupa vörur eða þjónustu frá samtökum, þau mega vera dreifingaraðili, seljandi eða smásali. Viðskiptavinur getur líka átt við um einvhern sem skoðar vörur eða þjónustur sem síðan ákveður að hætta við.

Miðlað er til viðskiptavina í gegnum auglýsingar, markaðssetningu og aðrar samskiptaleiðir. Viðskiptaþjónusta kallast það að aðstoða viðskiptavin, þ.e. hjálpa honum með að finna viðeigandi vörur og þjónustur og veita honum aðstoð eftir söluna. Viðskiptatryggð á við hversu mikið viðskiptavinur notar þjónustur fyrirtækis og hversu líklegt það er að hann mælir með fyrirtækinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.