Þjóðmálastofnun

Þjóðmálastofnun er sjálfstæð rannsóknarstofnun innan Háskóla Íslands. Forstöðumaður hennar er Stefán Ólafsson prófessor.

Markmið Þjóðmálastofnunar er að efla rannsóknir og upplýsingamiðlun á sviði velferðar, atvinnu og þjóðfélagsbreytinga. Stofnunin er virkur þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi og hluti af nýju norrænu öndvegissetri í velferðarrannsóknum (NCoE - Nordic Center of Excellence in Welfare Research).

Þjóðmálastofnun gengst fyrir rannsóknum á fjölþættum sviðum þjóðmála, með sérstaka áherslu á velferðarmál, atvinnumál og þjóðfélagsbreytingar. Stofnunin gerir frumrannsóknir í félagsvísindum, vinnur úr fyrirliggjandi gögnum, birtir bækur, fræðilegar ritgerðir, skýrslur og fréttabréf, gengst fyrir ráðstefnum, námskeiðum og leggur doktorsnámi við Háskóla Íslands lið með námskeiðum og upplýsingamiðlun.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.