Evrópuráðsþingið

(Endurbeint frá Þing Evrópuráðsins)
Ekki rugla saman við Evrópuþingið.

Evrópuráðsþingið er önnur af tveimur helstu stofnunum Evrópuráðsins ásamt ráðherranefndinni. Þingið er þingræðislegur vettvangur aðildarríkja Evrópuráðsins og er gjarnan kallað „hugmyndabanki“ þess.[1]

Fundarsalur Evrópuráðsþingsins í Evrópuhöllinni í Strassborg.

Á Evrópuráðsþinginu sitja 612 fulltrúar frá sem skiptast í aðalmenn og varamenn. Bæði aðal- og varamenn geta sótt þingfundi en aðeins aðalmenn hafa atkvæðisrétt. Fjöldi fulltrúa frá hverju ríki fer eftir stærð þjóðarinnar. Þingið hefur starfræktar átta málefnanefndir og fimm flokkahópa.[2] Formenn landsdeilda sitja í stjórnarnefnd og í sameiginlegri nefnd ásamt ráðherranefnd Evrópuráðsins. Í forsætisnefnd þingsins sitja 20 þingmenn.[1]

Evrópuráðsþingið kemur saman fjórum sinnum á ári. Á fundum þess á það að eiga frumkvæði að aðgerðum og beina tillögum til ráðherranefndarinar, hafa eftirlit með efndum fjölþjóðlegra skuldbindinga og þrýsta á um skjótar aðgerðir, vera samráðsvettvangur þingmanna aðildarríkjanna og efla þannig tengsl þjóðþinga.[1]

Evrópuráðsþingið hefur átt frumkvæði að samningu margra fjölþjóðlegra sáttmála sem eru lagalega bindandi fyrir aðildarríki sem undirrita þá, meðal annars Mannréttindasáttmála Evrópu og félagsmálasáttmála Evrópu. Fulltrúar á Evrópuráðsþinginu kjósa jafnframt dómara til setu í Mannréttindadómstól Evrópu.[2]

Alþingi Íslands hefur átt aðild að Evrópuráðsþinginu frá árinu 1950.[2]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 „Stofnanir Evrópuráðsins“. Mannréttindaskrifstofa Íslands. Sótt 14. apríl 2024.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Evrópuráðs­þingið“. Alþingi. Sótt 14. apríl 2024.

Tenglar breyta

  • Vefsíða Evrópuráðsþingsins