Það sem sanna átti
setning notuð í stærðfræði og táknar að sönnun sé lokið
(Endurbeint frá Þ.s.s.á.)
Það sem sanna átti (skammstafað sem þ.s.s.á.) er íslenskun á latnesku setningunni quod erat demonstrandum (skammstafað QED), sem gjarnan er notuð í stærðfræði og skyldum vísindagreinum til þess að tákna að sönnun sé lokið og að niðurstaðan sé ótvíræð. Bókstafleg þýðing orðanna er „það sem var til sönnunar“.
Þetta er oft táknað með ferningi, ýmist fylltum eða holum, .