Þörungaverksmiðjan
Þörungaverksmiðjan er íslensk verksmiðja sem var stofnuð árið 1975 og er sú eina sinnar tegundar á landinu. Fyrirtækið er mikið mannvirki og er framleiðsla þess lífrænt vottuð. Verksmiðjan nýtir þörungagróður á grunnsævi Breiðafjarðar og jarðhitann til að þurrka þang- og þaramjöl. Þangið er skorið með fljótandi slátturvélum og flutt í netum til verksmiðjunnar.[1] Verksmiðjan er stærsti einstaki vinnuveitandinn í Reykhólahreppi og starfa þar um 20 manns.[2] Hún er í eigu bandaríska stórfyrirtækisins DuPont, sem þar til Dow Inc. og Corteva var skilin frá því, var stærsti einstaki efnaframleiðandi í heimi miðað við sölu.
Nánar tiltekið framleiðir Þörungaverksmiðjan mjöl úr klóþangi og hrossaþara úr Breiðafirði. Meira en 95% af framleiðslunni fer til útflutnings og helstu markaðir eru Skotland, Bandaríkin, Bretland, Noregur, Holland, Þýskaland, Frakkland, Japan og Taívan.
Mjölið hefur mjög góða bindieiginleika vegna mikils innihalds svokallaðra gúmmíefna í mjölinu. Það er framleitt að miklu leyti fyrir fyrirtæki sem áframvinna efnið til að einangra gúmmíefnin til áframvinnslu í ýmiskonar iðnaði, svo sem matvæla-, snyrtivöru-, lyfja- og textiliðnaði.
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ Reykhólahreppur http://alftaland.is/Reykholahreppur/ Geymt 10 ágúst 2013 í Wayback Machine
- ↑ Reykhólar http://www.vestfirdir.is/index.php?page=reykholar Geymt 19 febrúar 2011 í Wayback Machine