Þörungaverksmiðjan

Þörungaverksmiðjan er íslensk verksmiðja sem var stofnuð árið 1975 og er sú eina sinnar tegundar á landinu. Fyrirtækið er mikið mannvirki og er framleiðsla þess lífrænt vottuð. Verksmiðjan nýtir þörungagróður á grunnsævi Breiðafjarðar og jarðhitann til að þurrka þang- og þaramjöl. Þangið er skorið með fljótandi slátturvélum og flutt í netum til verksmiðjunnar.[1] Verksmiðjan er stærsti einstaki vinnuveitandinn í Reykhólahreppi og starfa þar um 20 manns.[2] Hún er í eigu bandaríska stórfyrirtækisins DuPont, sem þar til Dow Inc. og Corteva var skilin frá því, var stærsti einstaki efnaframleiðandi í heimi miðað við sölu.


Nánar tiltekið fram­leiðir Þör­unga­verk­smiðjan mjöl úr klóþangi og hrossaþara úr Breiðafirði. Meira en 95% af fram­leiðslunni fer til út­flutn­ings og helstu markaðir eru Skot­land, Banda­rík­in, Bret­land, Nor­eg­ur, Hol­land, Þýska­land, Frakk­land, Jap­an og Taív­an.

Mjölið hefur mjög góða bindieig­in­leika vegna mik­ils inni­halds svo­kallaðra gúmmíefna í mjöl­inu. Það er fram­leitt að miklu leyti fyr­ir fyr­ir­tæki sem áfram­vinna efnið til að ein­angra gúmmíefn­in til áfram­vinnslu í ým­is­kon­ar iðnaði, svo sem mat­væla-, snyrti­vöru-, lyfja- og textiliðnaði.


Neðanmálsgreinar

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.