Þórarinn Ragabróðir Óleifsson
Þórarinn Ragabróðir Óleifsson (eða Ólafsson) var íslenskur lögsögumaður á 10. öld, ýmist talinn annar eða þriðji í röð lögsögumanna.
Þórarinn var sonur Óleifs hjalta, landnámsmanns á Varmalæk í Borgarfirði, og bjó þar eftir föður sinn. Bræður hans voru þeir Glúmur, sem var annar í röðinni af eiginmönnum Hallgerðar langbrókar, og Ragi, sem bjó í Laugardal og hefur sjálfsagt verið elstur þeirra bræðra fyrst Þórarinn var kenndur við hann og ætíð nefndur Ragabróðir. Kona Raga er sögð hafa verið systir Þorsteins Ingólfssonar (og dóttir Ingólfs Arnarsonar) og kann það að hafa átt sinn þátt í því að Þórarinn var kjörinn til að taka við lögsögumannsembættinu af Hrafni Hængssyni. Gegndi hann því árin 950 – 969.
Kona Þórarins var Þórdís (eða Þuríður), dóttir Ólafs feilan Þorsteinssonar, Auðarsonar djúpúðgu.