Þóra Þorbergsdóttir

Þóra Þorbergsdóttir (1025 – eftir 1067) var norsk hefðarkona og eiginkona Haraldar konungs harðráða Noregskonungs en vafasemt er hvort skuli telja hana drottningu þar sem Haraldur var þegar kvæntur annarri konu, Ellisif drottningu, þegar hann gekk að eiga Þóru. Hún varð þó seinna drottning Danmerkur.

Þóra var dóttir Þorbergs Árnasonar, höfðingja á Giska, og konu hans Ragnhildar Erlingsdóttur, sem var dóttir Erlings Skjálgssonar og bróðurdóttir höfðingjanna Finns og Kálfs Árnasona. Haraldur giftist Þóru árið 1048, ári eftir að hann varð einn konungur í Noregi, líklega til að styrkja stöðu sina og efla tengslin við eina voldugustu ætt landsins. Ekki er að sjá af heimildum að neinar athugasemdir hafi verið gerðar við lögmæti hjónabandsins þrátt fyrir tvíkvæni konungsins.

Synir Þóru og Haraldar voru konungarnir Ólafur kyrri og Magnús Haraldsson. Eftir að Haraldur konungur féll í orrustunni við Stafnfurðubryggju 1066 giftist Þóra Sveini Ástríðarsyni Danakonungi og varð þriðja kona hans. Þau áttu soninn Knút Magnús, sem dó ungur.

Heimildir

breyta