Þófaplanta
Þófaplanta kallast sú planta sem vex í eða myndar þúfur. Þetta gera plöntur til að verjast kælingu og eru blöðin oft þannig sett að þau hitni sem mest af sólarljósi. Algengastar eru þófaplöntur til fjalla og heimsskautssvæðum jarðar. Lambagras er dæmi þófaplöntu.