Ýrúrarí er listamannsnafn textíllistakonunnar Ýrar Jóhannsdóttur.

Ýr Jóhannsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í textílhönnun frá Glasgow School of Art vorið 2017.[1] Hún hefur á ferli sínum unnið að ýmsum textílverkefnum, samsýningum og sviðsverkum á Íslandi sem og erlendis. Frá árinu 2012 hefur Ýrúrarí hannað peysur og undanfarin ár hafa verkin þróast yfir í endurvinnsluverkefni á notuðum peysum.[2] Ýr Jóhannsdóttir er einn stofnmeðlima fjöllistahópsins CGFC, þar sem hún sinnir hlutverki höfundar, flytjanda og textílsérfræðings. Þar að auki spilar hún með brassdúettinum "I Found a Friend", sem hún skipar ásamt Birni Jóni Sigurðssyni.[3] Árið 2020 hlaut Ýr Grímutilnefningu sem höfundur fyrir Leikrit Ársins ásamt hópnum CGFC fyrir verkið Kartöflur,[4] og var tilnefnd til Hönnunarverðlaunanna árið 2020.[5]

Í samstarfi við fatasöfnun Rauða kross Íslands hefur Ýr endurunnið peysur sem orðið hafa fyrir hnjaski í fyrra lífi og henta ekki í sölu í Rauða kross búðirnar. Endurunnar peysur Ýrúrarí hafa hlotið töluverða athygli hérlendir sem og erlendis og hafa sem dæmi verið seldar til listamanna á borð við Miley Cyrus og Erykah Badu.[6]

Ýr hefur kennt furðupeysunámskeið í Textile Arts Center í New York, Handverksskólanum í Skals, Nordic museum í Seattle og í Myndlistaskólanum í Reykjavík.[7]

Tilvísanir

breyta
  1. „Ýr Jóhannsdóttir“. List án landamæra. Sótt 23. júní 2021.
  2. „Umhverfisvænasta flíkin er nú þegar til í fataskápnum“. www.frettabladid.is. Sótt 23. júní 2021.
  3. „Sviðslistahópur endurskrifaði sögubækurnar með kartöflum“. www.frettabladid.is. Sótt 23. júní 2021.
  4. „Umbúðalaust - Kartöflur“. Borgarleikhúsið. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júní 2021. Sótt 23. júní 2021.
  5. „Flothetta, Ýrúrari og Drangar tilnefnd til Hönnunar­verð­launa Ís­lands 2020“. www.frettabladid.is. Sótt 23. júní 2021.
  6. Íslands, Textílmiðstöð. „Ýr Jóhannsdóttir“. Textílmiðstöð Íslands. Sótt 23. júní 2021.
  7. „Held­ur furð­up­eys­u­­nám­­skeið: „Gera bara það sem þeim sýn­ist". www.frettabladid.is. Sótt 23. júní 2021.