Úthafssvæði skiptist í eftirfarandi flokka sem tengjast mest dýpt:

Mynd sem sýnir lög úthafsvæðis
Grunnsævi
Frá sjávarmáli niður að u.þ.b. 200 m dýpi
Hér er nægt ljós fyrir ljóstillífun og því safnast dýr og plöntur þar fyrir. Hér fyrirfinnst fiskur eins og túnfiskur og hákarl auk dýrasvifs eins og marglyttur.
Rökkursvæðið
Frá 200 m niður á 1.000 m.
Eitthvað ljós nær niður á þetta dýpi en er ónægt til ljóstillífunar. Hér eiga dýr eins og sverðfiskar, kolkrabbar, steinbítur og nokkrar tegundir smokkfisks heimkynni sín.
Myrkrasvæðið
Frá 1.000 m niður á 4.000 m.
Hér er sjórinn orðinn nær algerlega myrkur og ekkert nema einstaka lífljómun (t.d. frá laxsíld) lýsir hann upp. Engar plöntur lifa á þessu dýpi og flest dýr þrífast á regni grots sem fellur að ofan, eða eru rándýr (eins og Sternoptychinae). Hér lifa risasmokkfiskar (auk minni smokkfisks) og risakolgrabbar og dýfa búrhvalir sér niður til að veiða þá.
Undirdjúpin
Frá 4.000 m niður á botn.
Ekkert ljós nær niður á þetta dýpi.
Hadopelagic
Haf í djúpdjúpsjávarrennum.
Þetta svæði er að mestu óþekkt og vitað er um mjög fáar tegundir sem eiga heimkynni sín þar, þó margar lífverur lifi við neðansjávarhveri á þessu og öðrum svæðum. Sumir skilgreina haddopelagic lagið sem sævi fyrir neðan 6.000 m hvort sem það er í rennu eður ei.

Heimild

breyta
  • „Hafið bláa hafið“.