Útbrotataugaveiki
Útbrotataugaveiki er smitsjúkdómur af völdum Rickettsia prowazekii bakteríunnar. Bakterían dreifist með lúsum sem lifa á mönnum. Einkenni eru hár hiti, höfuðverkur og útbrot.[1] Fyrr á öldum kom sjúkdómurinn upp í skæðum faröldrum og leiddi milljónir til dauða, en í dag er sjúkdómurinn sjaldséður.[1]
Útbrotataugaveiki telst til hóps sjúkdóma sem kallast flekkusótt.
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Epidemic Typhus | Typhus Fevers | CDC“. www.cdc.gov (bandarísk enska). 18. janúar 2019. Sótt 6. nóvember 2020.