Öskjuvegur

Gönguleið yfir Ódáðahraun

Öskjuvegur er gönguleið yfir Ódáðahraun frá Herðubreiðalindum í austri til Svartárkots í Bárðardal í vestri. Leiðin liggur hæst í um 1300 metra yfir sjávarmál í Dyngjufjöllum. Gönguleiðin er 97 km og áætlaður göngutími er fimm dagar. Lóðrétt hækkun á leiðinni er 800 metrar.

Fimm skálar í eigu Ferðafélags Akureyrar eru á gönguleiðinni en þeir eru Þorsteinsskáli í Herðubreiðalindum, Bræðrafell við suðurrætur Kollóttudyngju, skálar við Drekagil í Öskju, Dyngjufell í Dyngjufjalladal og við Botna rétt hjá efstu upptök Suðurár.

Heimild

breyta

Öskjuvegur (Ferðafélag Íslands)[óvirkur tengill]