Öskjuhlíðarskóli

Öskjuhlíðarskóli er sérskóli[1] og hóf fyrst starfsemi haustið 1975 og leysti þar með af hólmi Höfðaskóla sem hafði starfað frá árinu 1961. Skólinn var stofnaður með það hlutverk að komast til móts við þarfir nemenda sem voru í Höfðaskóla en hann þótti ekki nógu góður. Til að svara margbreytilegu þörfum var starfsfólkið mjög menntað og þá sérstaklega í sérkennslufræðum. Auk þess störfuðu við skólann þroskaþjálfar, leikskólakennarar, stuðningsfulltrúar, sálfræðingar og félagsráðgjafar[2] [3] Árið 2011 tilkynnti Reykjavíkurborg að Öskjuhlíðarskóli og Safamýraskóli myndu sameinast og nýr sérskóli stofnaður. Haustið 2011 hóf Klettaskóli störf í sama húsnæði og Öskjuhlíðarskóli hafði áður verið. Þegar skólarnir tveir sameinuðust voru 80 nemendur í Öskjuhlíðaskóla og 10 í Safamýraskóla.[1]. Skólaárið 2013-2014 voru 109 nemendur sem stunduðu nám í Klettaskóla[4].

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 https://www.visir.is/g/2011199387409
  2. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1021980/
  3. Öskjuhlíðarskóli 30 ára, Morgunblaðið - 154. tölublað (09.06.2005)
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. september 2020. Sótt 23. maí 2020.