Örbylgjukliðurinn

(Endurbeint frá Örbylgjukliður)

Örbylgjukliðurinn er dauf rafsegulgeislun sem mælist sífellt frá öllum áttum í alheiminum og er merki um heiminn eins og hann var stuttu eftir miklahvell. Rafsegulgeislunin er sterkust á örbylgjurófinu og er elsta rafsegulgeislun í heiminum.

Mynd af örbylgjukliðnum tekin yfir 9 ára tímabil.

Það voru bandarísku stjörnufræðingarnir Arno Penzias og Robert Wilson sem uppgötvuðu örbylgjukliðinn fyrir slysni árið 1964 og fyrir það hlutu þeir Nóbelsverðlaunin árið 1978.

Tenglar

breyta

Örbylgjukliðurinn. Stjörnufræðivefurinn.

   Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.