Vikurbreyskja
Vikurbreyskja eða öræfaostur[3] (fræðiheiti: Stereocaulon arcticum) er runnflétta sem vex á mold, vikrum söndum eða sandorpnum hraunum.[3] Hún er mjög algeng um allt land.[4]
Vikurbreyskja | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Stereocaulon arcticum |
Grening og útlit
breytaYfirborð vikurbreyskju er greinótt og þétt alsett þalvörtum með dökkri laut í miðju.[3] Aðeins hraunbreyskja hefur svipaðar þalvörtur og vikurbreyskjan.[5] Þalvörtur vikurbreyskju eru þó aðeins bústnari og innihalda Nostoc-bakteríur en þalvörtur hraunbreyskju innihalda Stigonema.[4]
Erfitt getur verið að greina vikurbreyskju frá hraunbreyskju en oft er hægt að treysta á undirlagið þar sem vikurbreyskjan vex á vikrum og söndum en hraunbreyskja nánast alltaf á föstu undirlagi, til dæmis hrauni eða bergi.[4]
Efnafræði
breytaVikurbreyskja inniheldur efni sem flúrljóma í útfjólubláu ljósi og verður því sjálflýsandi í bílljósi.[3]
Vikurbreyskja inniheldur fléttuefnin atranórin, stictinsýru og norstictinsýru.[6]
Þalsvörun vikurbreyskju er K+ gul, C-, KC- og P+ laxagul.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ Australian Antarctic Data Center (AADC). Taxon profile: Stereocaulon vesuvianum. Skoðað 11. september 2016. (enska)
- ↑ Global Biodiversity Information Facility (GBIF). Skoðað 1. september 2016. (enska)
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 Flóra Íslands. Vikurbreyskja - Stereocaulon arcticum
- ↑ 4,0 4,1 4,2 Náttúrufræðistofnun Íslands. Vikurbreyskja (Stereocaulon arcticum)[óvirkur tengill].
- ↑ Náttúrufræðistofnun Íslands. Hraunbreyskja (Stereocaulon vesuvianum)[óvirkur tengill].
- ↑ 6,0 6,1 Hörður Kristinsson. Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8