Alvaldi

(Endurbeint frá Ölvaldi)

Ölvaldi var jötunn í norrænni goðafræði. Hann var faðir Þjassa, Iða og Gangs[1] Hann var sagður mjög auðugur af gulli.

Nafnið þýðir sá sem ráðskast með bjór.[2] Alvaldi eða Allvaldi virðist vera annar ritháttur á sama nafni,[3] en þýðir hinn fullsterki eða hinn almáttugi.

Þjassa sonur hans stal Iðunni og eplunum sem héldu goðunum ungum, með aðstoð Loka.

Eitt tungla Satúrnusar (S/2004 S 35) hefur verið nefnt Alvaldi

Heimildir

breyta
  1. „Skáldskaparmál, erindi 4“. www.heimskringla.no. Sótt 11. desember 2023.
  2. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
  3. „Hárbarðsljóð, erindi 19“. www.snerpa.is. Sótt 12. desember 2023.
   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.