Ölgerðin Óðinn var íslensk bruggverksmiðja sem var stofnuð snemma árs 1944 með það að markmiði að framleiða léttöl og aðra svaladrykki. Stofnandi fyrirtækisins var athafnamaðurinn Herluf Clausen og auglýsti fyrirtækið eftir starfsfólki í marsmánuði sama ár. Engar auglýsingar finnast í blöðum um framleiðsluafurðir fyrirtækisins og er óljóst hvort það hóf framleiðslu yfirhöfuð.

Tengt efni

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.