Öfgasinnaðir jafnaðarmenn

Öfgasinnaðir jafnaðarmenn voru stjórnmálaframboð sem bauð fram í Reykjaneskjördæmi í Alþingiskosningum árið 1991. Þeir hlutu 459 atkvæði og engan mann kjörinn. Í efstu sætum voru Guðmundur Brynjólfsson, Nikulás Ægisson og Bergur Þór Ingólfsson. Helstu baráttumál Öfgasinnaðra jafnaðarmanna voru vatnsrennibraut yfir Faxaflóa til flutnings á fiski og fólki og fækkun jólasveina úr 13 í 9 eins og í vísunni „Jólasveinar einn og átta“.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.