Óskar Guðmundsson (skáldsagnahöfundur)

Óskar Guðmundsson (f. 28. mars 1965) er íslenskur rithöfundur. Hann hefur gefið út þrjár skáldsögur. Sú fyrsta, Hilma, kom út árið 2015.[1] Hún hlaut íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann árið 2016 sem besta íslenska glæpasagan 2015 og var valin sem framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins. Sagafilm keypti réttinn að Hilmu til framleiðslu sjónvarpsþátta.[2] Blóðengill kom út árið 2018 og er sjálfstætt framhald af Hilmu.[3] Þriðja skáldsagan, Boðorðin kom út 2019.

Árið 2021 skrifaði Óskar undir útgáfusamning við Storytel. Hann skrifaði skáldsöguna Dansarinn, sem kemur út í nóvember 2021.

Tengill

breyta

Óskar Guðmundsson - Heimasíða Geymt 4 ágúst 2020 í Wayback Machine

Tilvísanir

breyta