Ómar Ragnarsson - Ég er að baka

Ómar Ragnarsson er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni syngur Ómar Ragnarsson fjögur barnalög.

Ég er að baka
Bakhlið
SG - 504
FlytjandiÓmar Ragnarsson
Gefin út1965
StefnaBarnalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Ég er að baka - Lag - texti: E. Shuman, B. Bower - Ómar Ragnarsson
  2. Ligga ligga lá - Lag - texti: Ómar Ragnarsson
  3. Sumar og sól - Lag - texti: Ómar Ragnarsson
  4. Lok lok og læs - Lag - texti: Brezkt þjóðlag - Ómar Ragnarsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Það eru orðin nokkur ár síðan barnaplata kom út síðast hér á landi, þessvegna fagna allir þessari skemmtilegu plötu, sem Ómar Ragnarsson sendir frá sér.

Ómar hefur litlu krakkana sérstaklega í huga, en auðvitað hafa allir krakkarnir alltaf gaman af barna-plötum. Fyrsta lagið er um litla stelpu, sem situr úti í porti heima hjá sér og segist vera að baka, lítill strákur fer að setja út á baksturinn, en hún ansar því ekki, heldur bakar og bakar. Næsta lag samdi Ómar utan um setninguna Ligga ligga lá, sem börnin nota oft. Í þessum texta kemur Ómar víða við. Þriðja lagið er auðvitað um sumarið og sólina,, eins og nafnið ber með sér, lag, sem hentar vel yngstu börnunum, því það er sumar í hjörtum þeirra allt árið um kring. Síðasta lagið segir frá tveimur strákum, sem eru að rífast, en sættast svo eins og vera ber í niðurlagi lagsins. Og þá er að setja plötuna á fóninn og hlusta á lögin.