Ólafur Gústafsson

Ólafur Gústafsson (fæddur 27. mars 1989 í Danmörku) er íslenskur handknattleiksmaður sem hefur leikið með þýska úrvalsdeildar liðinu SG Flensburg-Handewitt og danska úrvalsdeildarliðinu Aalborg Håndbold. Hann er uppalinn í FH og lék þar í efstu deild á Íslandi, N1 deild karla til 21. nóvember er hann skrifaði undir samning við Flensburg. Ólafur gerði tveggja ára samning við Stjörnuna árið 2016.

Ólafur, sem er 198 cm. að hæð tók þátt í undankeppni HM 2013. Hann lék þá báða leikina gegn Hollandi. Í seinni leiknum var hann markahæstur og skoraði fimm mörk.

Ólafur hefur leikið níu (21. nóv. 2012) A-landsleiki og skorað í þeim tuttugu mörk.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.