Óefnisleg eign er eign sem er ekki efnisleg í sjálfri sér þótt hún kunni að vera til á efnislegum miðli. Hugtakið er yfirleitt notað um eignir sem skapa eigendum sínum tekjur í krafti hugverkaréttar, eins og einkaleyfi og vörumerki, eða önnur úrræði sem einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér til tekjuöflunar, eins og viðskiptavild, sérleyfi og vörulýsingar. Fjáreignir teljast líka til óefnislegra eigna. Stundum er erfitt að meta virði óefnislegra eigna. Í dag byggist hreint núvirði fyrirtækja að stórum hluta á óefnislegum eignum.

Andstæðan við óefnislegar eignir eru efnislegar eignir á borð við fasteignir, orku og innviði.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.