Óðmenn - Bróðir
Óðmenn er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytja Óðmenn tvö lög
Bróðir | |
![]() | |
Gerð | SG - 551 |
---|---|
Flytjandi | Óðmenn |
Gefin út | 1970 |
Tónlistarstefna | Dægurlög |
Útgáfufyrirtæki | SG - hljómplötur |
Upptökustjórn | Derek Wordsworth |
LagalistiBreyta
- Bróðir - Lag - texti: Jóhann G. Jóhannsson og Guðm. Reynisson - Jóhann G. Jóhannsson Hljóðdæmi
- Flótti - Lag - texti: Finnur T. Stefánsson
BróðirBreyta
- Mér, mér líður vel
- mig skortir ekkert af lífsins gæðum.
- Ég hef meir en nóg.
- Get gert flest, sem mig langar til,
- en samt finnst mér alltaf eitthvað að.
- Þú, þú, sem sveltur
- þig skortir allt, sem ég bruðla með.
- Þér, þér hjálpa fáir.
- Flestum virðist sama hvað verður um þig.
- Bilið á milli okkar er breitt.
- Ég veit — ef þú værir ég,
- já, ef þú værir ég og ég væri þú,
- það, það breytti engu.
- Ég mundi sjálfsagt svelta eins og þú.
- En hvað getum við gert?
- Já, ef þessu heldur áfram
- Verðum við jafnir áður en yfir lýkur.
- Því við, sem lifum við allsnægtir
- erum smátt og smátt að eyðileggja heiminn:
- Andrúmsloftið, höfin, moldina.
- Og hvað gerum við þá, bróðir?
Textabrot af bakhlið plötuumslagsBreyta
Þetta er síðari plata Óðmanna, sem hljóðrituð var í stereo í London fyrir nokkrum mánuðum. Umsjón með hljóðritun hafði Derek Wordsworth, hljómlistarmaður í söngleiknum „Hair", sem enn er sýndur í London. Leikur Derek á píanó í laginu Flótti, en Vic Ash, kunnur jazzleikari, sem áður hefur komið við sögu á SG-hljómplötum leikur á flautu í laginu Bróðir.
Myndina á framhlið plötuumslagsins, af þeim Reyni Harðarsyni, trommuleikara, Jóhanni og Finni tók Kristinn Benediktsson fyrir stuttu, en Ólafur Garðarsson leikur á trommur á plötunni, en hann var meðlimur Óðmanna. |
||