Ísmaðkurinn
Ísmaðkurinn eða Project Iceworm var leynileg hernaðaráætlun Bandaríkjamanna á Norður-Grænlandi. Áætlunin gekk út á að gera 135 þúsund km² hernaðarmannvirki í Grænlandsjökulsísnum og koma þar fyrir 600 langdrægum kjarnorkuflaugum sem skjóta mætti af 2000 færanlegum skotpöllum. Þessir skotpallar áttu að ganga eftir járnbrautum í göngum sem grafin voru í jökulinn. Danska þingið vissi ekki af þessum áformum fyrr en árið 1990.