Íslenska efnahagsspilið

Íslenska efnahagsspilið - fjölskylduspil er íslenskt borðspil sem kom út fyrir jólin 1979. Spilið var verk þriggja íslenskra athafnamanna og innihélt mikið af gamansömum athugasemdum um íslenskt efnahagslíf á verðbólgu- og gengisfellingarárunum. Reitir spilsins liggja í ferning sem leikmenn ganga eftir en fjögur „svið“ nefnd eftir atvinnugreinum, einn hringur á hverju horni ferningsins, gefa leikmönnum tækifæri til að taka áhættu og ávaxta fé sitt.

Kassi utanaf spilinu

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.