Íslamska tímatalið
Íslamska tímatalið telst frá Hijra, eða flótta Múhameðs frá Mekka til Medína. Þetta reiknast sem ár AH 1 (Anno Hegria) sem samsvarar til ársins AD 622 (samkvæmt kristnu tímatali). Þetta er tímatal sem byggir á tunglgangi einungis og ekki sólarárinu, án innskota eins og hlaupársútreikningi. Árið er þess vegna ýmist 354 eða 355 daga langt. Þess vegna er ekki hægt að umreikna íslamska tímatalið til gregoríanska tímatalsins með því að leggja við eða draga frá 622. Heilaga daga í íslam ber alltaf upp á sömu daga í tunglárinu sem gerir að þeir færast til á árinu og getur borið upp á öllum árstímum.