Ískóð (fræðiheiti: Boreogadus saida) er hánorræn smávaxin þorskfiskategund[1][2] (20–30 cm) sem útbreidd er umhverfis Norðurheimskautið og jafnframt sú fisktegund sem hefur veiðst hvað nyrst í Norður-Íshafinu. Ískóð heldur sig aðallega við botn og þá oft í þéttum torfum en stundum finnst það einnig uppsjávar. Ískóð er ein af örfáum hánorrænum fisktegundum sem finnast við Ísland og við landið eru suðurmörk útbreiðslu þess í norðaustanverðu Norður-Atlantshafi.

Ískóð

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Þorskfiskar (Gadiformes)
Ætt: Þorskaætt (Gadidae)
Ættkvísl: Boreogadus
Tegund:
B. saida

Tvínefni
Boreogadus saida
(Lepechin, 1774)
Samheiti
  • Gadus saida Lepechin, 1774
  • Merlangus polaris Sabine, 1824
  • Boreogadus polaris (Sabine, 1824)
  • Pollachius polaris (Sabine, 1824)
  • Gadus fabricii Richardson, 1836
  • Gadus agilis Reinhardt, 1837

Tilvísanir

breyta
  1. Daniel M. Cohen; Tadashi Inada; Tomio Iwamoto & Nadia Scialabba, ritstjórar (1990). FAO species catalogue. Vol. 10. Gadiform fishes of the world (Order Gadiformes). An Annotated and Illustrated Catalogue of Cods, Hakes, Grenadiers and other Gadiform Fishes Known to Date. Food and Agriculture Organization of the United Nations. bls. 27–29. ISBN 978-92-5-102890-2.
  2. Polar cod Institute of Marine Research, Norway
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.