Ísöld 3: Risaeðlurnar rokka

Ísöld 3: Risaeðlurnar rokka (enska: Ice Age: Dawn of the Dinosaurs) er bandarísk gaman- og ævintýrateiknimynd frá árinu 2009. Myndin er framleidd af Blue Sky Studios og er dreifingaraðili 20th Century Fox. Myndin er framhaldsmynd af Ísöld 2: Allt á floti (2006) og sú þriðja í Ísaldar-kvikmyndaseríunni. Leikstjóri myndarinnar er Carlos Saldanha og aukaleikstjóri er Mike Thurmeier. Handritshöfundar eru Michael Berg, Peter Ackerman, Mike Reiss og Yoni Brenner og byggir handritið á sögu frá Jason Carter Eaton.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.