Ígildisreglan
Ígildisreglan er í lögfræði sú meginregla hjúskaparréttar að verðmæti sem koma í stað séreignar verði einnig séreign viðkomandi, og gildir hið sama um arð af séreign. Sem dæmi myndi söluverðmæti séreignar eða bætur vegna tjóns á séreign einnig verða að séreign viðkomandi, og hið sama gildir um arð af hlutabréfum og útleigu á húsnæði sem væri séreign viðkomandi. Sá háttur gildir nema annað sé sérstaklega tekið fram í kaupmála, samkvæmt kvöð sem hvílir á gjöf eða arfi, eða það leiði ótvírætt af gerningnum að hjónunum sé heimilt að breyta þeim kvöðum.