Stúlknakór Selfoss - Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Stúlknakór Selfoss er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973. Á henni flytur Stúlknakór Selfoss fjögur jólalög.

Ég sá mömmu kyssa jólasvein
Forsíða Stúlknakór Selfoss - Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Bakhlið Stúlknakór Selfoss - Ég sá mömmu kyssa jólasvein
Bakhlið

Gerð SG - 576
Flytjandi Stúlknakór Selfoss
Gefin út 1973
Tónlistarstefna Jólalög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur


LagalistiBreyta

  1. Ég sá mömmu kyssa jólasvein - Hljóðdæmi 
  2. Snæfinnur snjókarl
  3. Jólasveinninn minn
  4. Þrettándi dagur jóla


Ég sá mömmu kyssa jólasveinBreyta

Ég sá mömmu kyssa jólasvein,
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá,
og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinnin út um skeggið hlær.
Já sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.


Textabrot af bakhlið plötuumslagsBreyta

 
Á þessari hljómplötu eru fjögur jólalög, sem Stúlknakór Gagnfrœðaskólans á Selfossi söng m. a. inn á stóra plötu fyrir nokkrum árum, undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Plata þessi hefur verið ófáanleg og þessvegna hafa fjögur beztu jólalögin af henni nú verið gefin út á lítilli plötu, er þar fremst í flokki jólalagið skemmtilega, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, sem þessi ágœti kór gerði vinsœlt á sínum tíma. Öll eru ljóðin á plötunni eftir Hinrik Bjarnason. Síðasta lagið er gamalt þjóðlag en hin þrjú erlend.