Þuríður Sigurðardóttir - Ég á mig sjálf
(Endurbeint frá Ég á mig sjálf)
Ég á mig sjálf er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Á henni flytur Þuríður Sigurðardóttir tvö lög.
Ég á mig sjálf | |
---|---|
SG - 539 | |
Flytjandi | Þuríður Sigurðardóttir |
Gefin út | 1969 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Ég á mig sjálf - Lag - texti: Chris Andrews - Ómar Ragnarsson
- Ég ann þér enn - Lag - texti: L. Reed/B. Mason - Magnús Ingimarsson/Ómar Ragnarsson
Ég á mig sjálf
breyta- Ég á mig sjálf, ég á mig sjálf, þeir mega eiga sig.
- Va, a, a, jabbabba-barara-jabbara, jabbabba-barara-ra.
- Va, a, a, jabbabba-barara-jabbara, jabbabba-barara-ra.
- Ég var með strák, ég var með Kalla ég þráði hann, hann þráði mig.
- En svo fór hann með annarri að tralla og örvænting mín komst á hættulegt stig.
- Svo kom hann Björn, svo hýr og mig hressti
- hann gladdi mig, ég gladdi hann.
- Uns hann einn dag, hjá afgömlum presti
- hárgreiðslumey í hjónaband vann.
- Va, a, a, jabbabba-barara-jabbara, jabbabba-barara-ra.
- Endalok snögg, urðu á mínum vonum örvita af þrá fór ég á svið.
- Ástin var smá, sem hafð’ ég á honum nú hata ég hann og hann hatar mig.
- Ég fór til Páls, játaðist honum
- ég elska hann, hann elskar mig.
- Giftur hann er, annarri konu
- í ókunnugt land, fluttu þau sig.
- Va, a, a, jabbabba-barara-jabbara, jabbabba-barara-ra.
- Ég fer á böll, ég er með piltum ég kyssi þá, þeir kyssa mig.
- En þótt ég sé, með ýmsum mjög villtum er óþarft að láta þá snúa á sig.
- Ég er nú frjáls, ég þekki stráka
- ég varast þá, þeir varast mig.
- Ljáðu ei máls, á jáyrðum háka
- ég á mig sjálf, en þeir eiga sig.
- Va, a, a, jabbabba-barara-jabbara, jabbabba-barara-ra.