Aelius Donatus
(Endurbeint frá Ælíus Dónatus)
Aelius Donatus (uppi seint á 4. öld) var rómverskur málfræðingur og mælskulistarkennari. Hann var kennari heilags Hýerónýmusar biblíuþýðanda.
Hann var höfundur nokkurra fræðirita. Sum þeirra eru varðveitt. Meðal annars óklárað skýringarrit við leikrit Terentíusar, ævisaga Virgils, sem er talin vera byggð á glataðri ævisögu Virgils eftir Súetóníus, og bók um málfræði, Ars grammatica, sem naut mikilla vinsælda á miðöldum.