Ástjörn (sumarbúðir)

Ástjörn eru sumarbúðir sem starfræktar eru í þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur við samnefnt vatn í næsta nágrenni við Ásbyrgi. Arthur Gook, enskur trúboði stofnaði sumarbúðirnar 1946 ásamt Sæmundi G. Jóhannssyni. Sumarbúðirnar eru starfræktar af Sjónarhæðarsöfnuði.

Ástjörn sumarbúðir

Fyrstu árin

breyta

Arthur Gook, gjarnan kenndur við Sjónarhæð, var búsettur á Akureyri frá árinu 1905 en þangað kom hann til að stunda kristniboð. Að hans frumkvæði var reistur hermannabraggi í skjólgóðum reit við vatnið Ástjörn í Kelduhverfi. Þar hafði hann hug á að starfrækja sumarbúðir og fengið til þess leyfi hjá landeigandanum Sigríði Jóhannesdóttur, húsfreyju í Ási.

Sumarið 1946 dvöldu 13 börn í sumarbúðum á Ástjörn, fimm drengir aðra vikuna og átta stúlkur hina vikuna. Dvöl í eina viku kostaði 63 krónur.

Bogi á Ástjörn

breyta

Í febrúar 1960 fól Sjónarhæðarsöfnuður Boga Péturssyni að fara með forstöðu starfsins en Bogi hafði aðstoðað Arthur og Sæmund frá upphafi við starfið. Bogi var forstöðumaður í 40 ár. Í tíð Boga voru allt að eitthundrað börn í sumarbúðunum í senn og naut hann dyggrar aðstoðar sjálfboðaliða frá Færeyjum sem og úr eigin fjölskyldu.

Ástjörn í dag

breyta

Í dag býðst strákum og stelpum á aldrinum 6 til 16 ára að dvelja í sumarbúðum við Ástjörn.

Tenglar

breyta