Ástjörn (sumarbúðir)
Ástjörn eru sumarbúðir sem starfræktar eru í þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur við samnefnt vatn í næsta nágrenni við Ásbyrgi. Arthur Gook, enskur trúboði stofnaði sumarbúðirnar 1946 ásamt Sæmundi G. Jóhannssyni. Sumarbúðirnar eru starfræktar af Sjónarhæðarsöfnuði.
Fyrstu árin
breytaArthur Gook, gjarnan kenndur við Sjónarhæð, var búsettur á Akureyri frá árinu 1905 en þangað kom hann til að stunda kristniboð. Að hans frumkvæði var reistur hermannabraggi í skjólgóðum reit við vatnið Ástjörn í Kelduhverfi. Þar hafði hann hug á að starfrækja sumarbúðir og fengið til þess leyfi hjá landeigandanum Sigríði Jóhannesdóttur, húsfreyju í Ási.
Sumarið 1946 dvöldu 13 börn í sumarbúðum á Ástjörn, fimm drengir aðra vikuna og átta stúlkur hina vikuna. Dvöl í eina viku kostaði 63 krónur.
Bogi á Ástjörn
breytaÍ febrúar 1960 fól Sjónarhæðarsöfnuður Boga Péturssyni að fara með forstöðu starfsins en Bogi hafði aðstoðað Arthur og Sæmund frá upphafi við starfið. Bogi var forstöðumaður í 40 ár. Í tíð Boga voru allt að eitthundrað börn í sumarbúðunum í senn og naut hann dyggrar aðstoðar sjálfboðaliða frá Færeyjum sem og úr eigin fjölskyldu.
Ástjörn í dag
breytaÍ dag býðst strákum og stelpum á aldrinum 6 til 16 ára að dvelja í sumarbúðum við Ástjörn.