Ánægjustund
Ánægjustund er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1983. Á henni flytur Örvar Kristjánsson fjórtán harmonikulög. Platan er hljóðrituð í stereo. Upptaka: Studio Bimbó. Setning og filmuvinna: Dagsprent hf. Pressun: Alfa. Teikningar á umslagi: Hanna J. Sturludóttir. Prentun: Valprent hf.
Ánægjustund | |
---|---|
T 26 | |
Flytjandi | Örvar Kristjánsson |
Gefin út | 1983 |
Stefna | Harmonikutónlist |
Útgefandi | Tónaútgáfan |
Lagalisti
breyta- Ánægjustund - Ræll - Lag: Vascher, Peyromuin
- Dónárbylgjur - Vals - Lag: J. Rosas
- Tennesypolki - Lag: Höfundur ókunnur
- Never on sunday - Lag: M. Hadjidakis
- In the mood - Lag: Garland, Razaf
- Bommps-A-Daisy - Lag: Annette Mills
- Skoski dansinn - Lag: Skosk þjóðlög
- Á handfærum - Marsúrki - Lag: Örvar Kristjánsson
- Bluebell Polka - Skottís - Lag: Stanley
- Dagdraumar - Vals - Lag: Pálmi Stefánsson
- Skafrenningur - Polki - Lag: Örvar Kristjánsson
- El Choclo - Tangó - Lag: Schluger
- Valhopp - Vínarkrus - Lag: Pálmi Stefánsson
- Laugardalsvals - Lag: Anshelm Johanson
Textabrot úr opnu plötuumslags
breytaÞetta er sjöunda plata Örvars Kristjánssonar, og jafnframt sú fimmta sem Tónaútgáfan gefur út. Á þessari plötu eru fjórtán harmonikulög og leikur Örvar tólf þeirra en Pálmi Stefánsson Tónaútgáfustjóri, leikur tvö. Það eru lögin Dagdraumar og Valhopp. Aðrir hljóðfæraleikarar eru: Birgir Karlsson, sem leikur á gítar og banjó. Finnur Finnsson bassa. Gunnar Gunnarsson strengjavél og Steingrímur Stefánsson, trommur.
Upptaka fór fram í Studio Bimbó í ágúst og september 1983. |
||
— NN
|