Álftanes (Mýrum)
(Endurbeint frá Álftanes á Mýrum)
Álftanes er gamall kirkjustaður og stórbýli sem stendur niður við ströndina á samnefndu nesi. Fyrstur ábúenda á Álftanesi var Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, en hann gaf hana síðar tengdaföður sínum til ábúðar, eftir sem segir í Eglu. Sjór hefur rofið land og minnkað nokkuð jarðnæði frá því sem áður var. Núverandi kirkja þar var reist 1904 og hún endurbyggð 1988.
Heimildir
breyta- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.