Ágústa Guðmundsdóttir
Ágústa Guðmundsdóttir (f. 1945) er fyrrum prófessor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og rannsóknarstjóri líftæknifyrirtækisins Zymetech.
Ágústa Guðmundsdóttir | |
---|---|
Fædd | 1945 |
Störf | Prófessor emeritus við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og rannsóknarstjóri líftæknifyrirtækisins Zymetech. |
Ferill
breytaÁgústa lauk BS námi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1980[1] og varð þar með ein af fyrstu matvælafræðingum til að útskrifast úr skólanum.[2] Þá lauk hún BS námi í lífefnafræði frá sama skóla 1984 og árið 1988 lauk hún doktorsprófi í örverufræði og sameindaerfðafræði frá University of Virginia, School of Medicine.[1] Ágústa hefur unnið við rannsóknarstörf og kennslu um árabil. Frá 1980 – 1984 vann hún við rannsóknir hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands[3] og frá 1989 hefur hún verið gestaprófessor við University of Virginia, School of Medicine.[1] Hún var dósent í matvælaefnafræði 1989-1993 og 1993 var hún skipuð fyrsti prófessorinn í matvælaefnafræði við Háskóla Íslands. Með skipuninni varð hún fyrst kvenna til að verða skipuð prófessor við raunvísindadeild HÍ.[2] Ágústa hefur einnig stundað rannsóknir við University of California, San Francisco og New York University.[4]
Rannsóknir
breytaRannsóknir Ágústu hafa beinst að notkun þorskaensíma gegn örverusýkingum og þróun lækningavara. Í doktorsverkefni sínu "Genetic Analysis of BtuB: A Vitamin B12 Binding and Transport Protein in the Escherichia coli Outer Membrane" framkvæmdi hún erfðafræðilega greiningu á BtuB. Ágústa hefur einnig ritað fjölda vísindagreina og bókakafla.[5]
Líftæknifyrirtækið Zymetech
breytaÁgústa er annar af tveimur stofnendum líftæknifyrirtækisins Zymetech. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1999, byggist á rannsóknum Ágústu og Jóns Braga Bjarnasonar heitins, prófessors í lífefnafræði. Zymetech nýtir meltingarensím úr Norður-Atlantshafsþorski sem í gegnum tíðina hefur að mestu leyti verið fargað og þar með þróað vöru sem margfaldar virði þorsksins.[6] Fyrirtækið framleiðir m.a. lækningavöruna PreCold gegn kvefi og ýmiss konar húð- og snyrtivörur. Má þar nefna Penzim húðáburðinn. Þá vinnur fyrirtækið að þróun lækningavara gegn bakteríusýkingum, húðkvillum og til sáragræðinga.[7]
Fyrirtækið Zymtech, hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2015 sem Ágústa veitti viðtöku. Þau verðlaun eru veitt til fyrirtækja sem þykja skara fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsókna- og nýsköpunarstarfi og náð hafa árangri á markaði. Á Matvæladaginn 20. október 2016 veitti Matvæla- og næringarfélag Íslands Ágústu heiðursviðurkenningu fyrir lofsvert framtak í þágu matvæla- og næringarrannsókna á Íslandi. Þetta var í fyrsta skipti sem slík viðurkenning var veitt.[2] Þann 2. nóvember 2017 var málþingið Rannsóknir og verðmætasköpun haldið til heiðurs Ágústu.[8]
Nefndar- og stjórnarstörf
breytaÁgústa hefur sinnt fjölda nefndar- og stjórnarstarfa bæði innan og utan Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið tengiliður rannsókna og nýsköpunar.[2][1] Hún var formaður kynningarnefndar háskólaráðs 1990-1993 og sat í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) 2003-2009 og í stjórn Matís 2006-2016. Ennfremur var Ágústa fyrsta konan sem var skipuð formaður stjórnar Landsbókasafns-Háskólabókasafns 2014-2018. Þá hefur hún verið formaður í stjórn Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja frá 2012 og frá 2016 hefur hún verið vísindalegur ráðgjafi líftæknifyrirtækisins Enzymatica AB og stjórnarformaður vísinda- og læknisráðgjafar Enzymatica. Hún var einnig forseti Rótarýklúbbs Reykjavíkur 2015-2016.[1] Árið 2019 var Ágústa ein af tíu frumkvöðlum og fjárfestum sem skipaðir voru af Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til setu í hugveitu ráðherra. Verkefni hugveitunnar er að leggja til ábendingar, tillögur eða vandamál sem þarfnast úrlausna á málefnasviðinu. Einnig að veita endurgjöf á áætlanir og verkefni ráðuneytanna sem snerta málaflokkinn.[9]
Einkalíf
breytaFyrrverandi maki Ágústu er Pálmi Ragnar Pálmason, verkfræðingur en þau eiga 16 afkomendur þar af 3 börn, þau Ingibjörgu Ýr, skólastjóra Fossvogsskóla, Önnu Theodóru, ljósmyndara í New York og Guðmund framkvæmdastjóra í London. Seinni maki var Jón Bragi Bjarnason heitinn prófessor í lífefnafræði við HÍ. Foreldrar Ágústu voru hjónin Þuríður Þórarinsdóttir, myndlistarkennari og Guðmundur Ágústsson, bakarameistari og skákmaður.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „Ágústa Guðmundsdóttir prófessor emeritus. Ferilskrá“. Sótt 23. júní 2019.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 „Fyrsta heiðursviðurkenning MNÍ“. Sótt 23. júní 2019.
- ↑ Erla Huld Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. (1998). Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Ágústa Guðmundsdóttir (bls. 65). Bækur.is.
- ↑ Matís. (2014, 17. nóvember). Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði Geymt 23 júní 2019 í Wayback Machine. Sótt 23. júní 2019.
- ↑ „Ágústa Guðmundsdóttir prófessor emeritus. Ritaskrá“. Sótt 23. júní 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2015, 15. apríl). Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands. Sótt 23. júní 2019.
- ↑ Zymetech. (e.d.). Rannsóknir og þróun Geymt 23 júní 2019 í Wayback Machine. Sótt 23. júní 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2017). Rannsóknir og verðmætasköpun – Málþing til heiðurs Ágústu Guðmundsdóttur. Sótt 23. júní 2019.
- ↑ Stjórnarráð Íslands. (2019). Nýsköpunarráðherra kynnir Kríu frumkvöðlasjóð. Sótt 9. janúar 2020.
Rannsóknargreinar
breytaBókarkaflar
breyta- Gudmundsdóttir, Á., Stefánsson, B. and Bjarnason, J. B. (2013). Trypsin I in Fish. In Neil D. Rawlings and Guy S. Salvesen, Handbook of Proteolytic Enzymes, 3rd ed. (pp. 2621-2624). Oxford: Academic Press. Release date December 3. 2012.
- Sveinsdóttir, H., Gudmundsdóttir, Á. and Vilhelmsson, O. (2009). Proteomics. In S. Nollet and P. Toldrá, Handbook of Seafood and Seafood Products Analysis (pp. 21-42). CRC Press.
- Gudmundsdóttir, Á. and Bjarnason, J. B. (2007). Enzyme purification and determination of structure. In Bob Rastall, Novel enzyme technology for food applications (pp. 205-214). Woodhead Publishing Limited, Cambridge, UK