Áfengisgjald

(Endurbeint frá Áfengisskattur)

Áfengisgjald eða áfengisskattur er álagning sem ríkið setur á áfengi og telst til neyslustýringarskatta. Áfengisgjaldið fer eftir magni vínanda í áfenginu. Á Íslandi er skattur á áfengi 53-71 kr á hvern cl af hreinum vínanda umfram lágmark, mismunandi eftir því hvers konar vöru er um að ræða en það þýðir að áfengisskattur á hverja ½ lítra bjórdós er um 80 krónur.[1] Fyrir léttvín er ekki greitt áfengisgjald af fyrstu 2,25% vínandans en eftir það leggjast 52,8 kr. á hvert prósent miðað við lítrafjölda. Samkvæmt sundurliðuðum kostnaðartölum frá ÁTVR árið 2004 fór hlutur ríkisins í einstakri vörutegund upp í allt að 85% af verði flöskunnar. Áfengisgjaldið á Íslandi er með því hæsta í heiminum.[2] Sum ríki hafa engan áfengisskatt.

Áfengisskattur af lítra af 11% rauðvíni 2004

breyta
  • Ísland - 462 kr.
  • Noregur - 417 kr.
  • Svíþjóð - 208 kr.
  • Danmörk - 92 kr.
  • Frakkland - 3 kr.
  • Þýskaland - 0 kr.
  • Spánn - 0 kr.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Áhrif skattlagningar; grein af Ríkiskassanum.is
  2. „Excise tax, for 1 litre of pure alcohol: Data by country“ (enska). Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Sótt 3. nóvember 2015.
  3. Heimssmet í áfengissköttum; grein í Fréttablaðinu 2004

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.