Ábyrgðartrygging
Ábyrgðartrygging er skaðatrygging sem aðili tekur ef hann hefur þann tilgang að tryggja vátryggingartaka gegn tjóni sem hann verður ábyrgur fyrir, hvort sem það er beint eða vegna samsömunar. Algengt er að slíkar tryggingar séu teknar vegna atvinnustarfsemi og í sumum tilvikum er jafnvel lögskylt að taka þær, svo sem í tilviki fasteignasala og lögmanna.