Fahrenheit
mælieining á hita
(Endurbeint frá °F)
Fahrenheit eða farenheit (táknað °F) er mælieining hita nefnd eftir eðlisfræðingnum Daniel Gabriel Fahrenheit (1686–1736), sem skilgreindi hana árið 1724. Selsíuskvarðinn hefur að mestu leyst fahrenheitkvarðann af hólmi, en hann er þó enn notaður í Bandaríkjunum og nokkrum öðrum löndum, t.d. Belize.
Úr | í | Formúla |
---|---|---|
Selsíus | Fahrenheit | °F = °C · 1,8 + 32 |
Fahrenheit | Selsíus | °C = (°F – 32) / 1,8 |
Selsíus | Kelvin | K = °C + 273,15 |
Kelvin | Selsíus | °C = K – 273,15 |
1 °C = 1 K og 1 °C = 1,8 °F |
Frostmark vatns er 32 °F við staðalþrýsting, en suða kemur upp við 212 °F .