Dalur (gjaldmiðill)

(Endurbeint frá $1)

Dalur, táknað með $, nefnist gjaldmiðill ýmissa landa. Nafnið er oft nokkuð misjafnt milli tungumála, þó rótin sé sú sama, til dæmis nota enskumælandi þjóðir orðið dollar. Á íslensku er orðið dalur þó oftast notað en stundum er einnig notað orðið dollari. Bandaríkjadalur er útbreiddasti gjaldmiðill heims.

Tengill

breyta

„Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?“. Vísindavefurinn.