Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins/febrúar, 2013
Ísland
breytaÉg legg til að samvinna febrúarmánaðar verði helguð greininni Ísland með því markmiði að gera úr henni úrvalsgrein. Sömuleiðis til þess að bæta ítarumfjöllun á undirsíðum eins og um sögu, landafræði, efnahag o.s.frv. og til þess að fækka og helst útrýma rauðum tenglum í greinni. Ég legg þetta til vegna þess að þetta er sú grein sem fær flestar heimsóknir á íslensku Wikipediu samkvæmt vefmælingum og það er því einstaklega mikilvægt að hún sé vel úr garði gerð. --Bjarki (spjall) 7. janúar 2013 kl. 20:08 (UTC)
Wikipedia
breytaÖnnur hugmynd: Beinum kastljósi samvinnunnar inn á við í einn mánuð. Til dæmis með því að vinna í hjálpinni og Wikipedia-nafnarýminu. Tökum til hendinni í hreingerningu, skjölun sniða og flokkun. Bætum greinar í alfræðiritinu sem snúa að Wikipediu sjálfri eða tengdum atriðum. --Bjarki (spjall) 20. janúar 2013 kl. 22:14 (UTC)
- Ég tek undir með Bjarka. Það er nú líka vegna þess að ég er búin að vera að vinna í þessu, hreingera, eyða, laga hlutleysi, heimildir, sameina greinar og flokka. Mér finnst þetta mjög nauðsinleg vinna því meðan W stækkar þá bara eykst þessi vinna svo best er að reyna að ná utan um þetta strax. Samt tel ég þá tillögu jafnfram góða að bæta greinina um Ísland en það þurfa ekki allir að vera að vinna í því eina verkefni. Bragi H (spjall) 28. janúar 2013 kl. 10:05 (UTC)