Wikipediaspjall:Notendur eftir breytingafjölda

Það mætti uppfæra þennann lista. Kanski er ég kominn með 100 :D --Steinninn 12:19, 13 febrúar 2007 (UTC)

Já það mætti uppfæra hann. Þó er þessi listi bara gerður til gamans. En vonandi verð ég á honum ef hann verður uppfærður :D. --Nori 15:37, 13 febrúar 2007 (UTC)
Nori. Total edits: 216; Distinct pages edited: 157. --Cessator 19:34, 13 febrúar 2007 (UTC)
Steinninn. Total edits: 1222; Distinct pages edited: 553. --Cessator 19:34, 13 febrúar 2007 (UTC)
Er eitthver síða þar sem maður getur flett þessu upp sjálfur? Eða geta bara Stjórnendur gert það? Eitthvað eins og http://starwars.wikia.com/wiki/Special:Editcount --Steinninn 19:15, 28 febrúar 2007 (UTC)
Neðst á síðunni hérna er tengill yfir á breytingateljara Kate. Þú getur notað hann. --Cessator 19:19, 28 febrúar 2007 (UTC)
Kate teljarinn er eitthvað böggaður núna og ræður ekki við íslenska stafi. Það gerir Interiot teljarinn hinsvegar. --Bjarki 19:45, 28 febrúar 2007 (UTC)

Taflan

breyta

Mér fynnst að ekki þurfi að svo stöddu að taka fram þá notendur sem að eru undir 1.000 því að það gerir bara erfitt fyrir uppfærslur. --Stefán Örvarr Sigmundsson 23:59, 25 júní 2007 (UTC)

Hvernig er hægt að finna þá sem eru með fleyri en 100, er það ekki sama leið og að finna hvað eru margir búinir að gera fleira en 1000? --Steinninn 01:31, 26 júní 2007 (UTC)
Jú, ég meina að það er fljótlegra að uppfæra töfluna ef ekki þarf að vera uppfæra um 60 dálka heldur bara þá sem að eru komnir í 1.000. Annars þegar lengra kemur þarf að vera uppfæra um 100 eða fleiri í einu og tekur það svo langan tíma. --Stefán Örvarr Sigmundsson 05:42, 26 júní 2007 (UTC)
Þegar verið er að bæta við allskonar prósentum þá má búast við að þetta verði ansi flókið. En hvaða aðferð notaru til að finna 100+ breytingar. --Steinninn 05:44, 26 júní 2007 (UTC)
Ég bæti bara við þeim sem að ég sé að eru virkir og svo hefur Cessator líka bætt við. Ef að ég tek eftir einhverju notandanafni oft þá athuga ég það. --Stefán Örvarr Sigmundsson 06:03, 26 júní 2007 (UTC)
Held það hafi reyndar verið Biekko sem gerði bætti við öllum sem voru með 100+. --Cessator 13:08, 26 júní 2007 (UTC)
En ertu ekki sammála að það sé svolítið öfga? --Stefán Örvarr Sigmundsson 14:17, 26 júní 2007 (UTC)
Ég veit það ekki. Það þarf nú ekki að uppfæra þennan lista vikulega eða neitt þannig. --Cessator 14:23, 26 júní 2007 (UTC)
Nei ég veit það. Kannski svona mest einu sinni á mánuði. Það er bara það að það er skít auðvelt að komast í 100 breytingar svo það verður meiri kleppsvinna þegar það eru komnir 300 eða fleira fólk á listann. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14:25, 26 júní 2007 (UTC)

Ef einhver nennir að fara undir 1000 má sá/sú gera það mín vegna. --Stefán Örvarr Sigmundsson 07:36, 1 júlí 2007 (UTC)

Er listinn uppfærður reglulega? Thvj 4. febrúar 2008 kl. 19:51 (UTC)Reply
nei. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. febrúar 2008 kl. 19:52 (UTC)Reply
Hehe, loksins tækifæri fyrir mig til að nota þetta orð. Þetta var „laconic“ svar. Laconic hefur skemmstilegustu orðsifjafræði sem ég hef nokkurntíman séð =)
  • The work 'laconic' derives from Lakon ("person from Lakonia") the district around Sparta in southern Greece in ancient times, whose inhabitants were famous for their brevity of speech. When Philip of Macedon threatened them with, "If I enter Laconia, I will raze Sparta to the ground," the Spartans' reply was, "If."
Þetta kallar maður awesome svar. =) Skemmtileg kaldhæðni að pósturinn minn er allt annað en laconic. --Baldur Blöndal 4. febrúar 2008 kl. 19:57 (UTC)Reply

Listinn er ekki uppfærðu með einhverju ákveðnu millibili. Bara svona þegar einhver nennir því. --Stefán Örvarr Sigmundsson 9. febrúar 2008 kl. 17:16 (UTC)Reply

Hann raðar heldur ekki breytingar á greinum rétt. --Stefán Örvarr Sigmundsson 9. febrúar 2008 kl. 17:18 (UTC)Reply

Ábending til þann sem að uppfærir listann næst: Mundu að bæta Maxí við hann. --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. apríl 2008 kl. 12:47 (UTC)Reply

Er þetta ekki orðin úrelt og gölluð síða?

breyta

Undir: Notendur: Möppudýr er þessi síða, Notendur eftir breytingafjölda. Nú eru upplýsingarnar á henni æði gamlar og úreltar. Spurning hvort ætti frekar að eyða síðunni eða uppfæra hana. Hvort fólki finnist að þessar upplýsingar hafi gildi? Þess fyrir utan þá eru tenglar í eina fjóra teljara, sem eiga að gefa þeim sem inn á síðuna kemur og vill sjá nýrri upplýsingar, allir óvirkir. Hvað finnst ykkur? Eyða síðunni, uppfæra hana, eða að minstakosti uppfæra tenglana svo fólk sem á síðuna kemur geti að minstakosti séð uppfærðar upplýsingar sjálft? Bragi H (spjall) 11. febrúar 2018 kl. 01:15 (UTC)Reply

Eyða, nema einhver metnaðarfullur nennir að uppfæra reglulega.Berserkur (spjall) 11. febrúar 2018 kl. 09:19 (UTC)Reply
Fann loksins síðu sem útbýr svona tölfræði, uppfærði listann. Það er ólíklegt að einhver muni uppfæra listann í bráð (nema það sé sjálfvirkt) og því ætti þetta kannski bara að verða tilvísun á þessa tölfræðisíðu. – Þjarkur (spjall) 9. desember 2018 kl. 17:29 (UTC)Reply
Fara aftur á verkefnissíðuna „Notendur eftir breytingafjölda“.