Wikipediaspjall:Auglýsingar

Ég legg til að þessi plaköt verði lagfærð. Textinn er núna: "Wikipedia er frjáls alfræðiorðabók sem verið er að búa til á um 80 tungumálum heiminn um kring, en hún er skrifuð er sameiginlega af lesendum sínum. Wikipedia er ætlað að ná yfir öll svið mannlegrar þekkingar. Kíktu á vefinn, lestu þann fróðleik sem er fyrir hendi og bættu við molum úr visku þinni."

Mér finnst þetta ekki nógu gott. Betra væri:

"Wikipedia er frjáls alfræðiorðabók á Netinu, skrifuð á 80 tungumálum af lesendum sínum alls staðar að úr heiminum. Hún er í stöðugri endurnýjun og mörg þúsund greinar á öllum sviðum mannlegrar þekkingar bætast við eða eru uppfærðar á hverjum degi.

Nokkrir netverjar hafa hafið uppbyggingu Wikipedia á íslensku og íslenski hlutinn fer nú ört vaxandi. Vafraðu um vefinn, njóttu þeirrar þekkingar sem þar er fyrir hendi eða taktu þátt í skemmtilegu verkefni og hjálpaðu okkur að gera Wikipedia betri."


Bætiði endilega um betur. Ef einhver kynning á að fara í gang þykir mér mikilvægt að textinn sé vel skrifaður og segi það sem segja þarf í sem allra stystu máli. Þetta er jú einu sinni kynning á alfræðiorðabók.

Sammála þessu. Nýji textinn þinn er öllu betri. Ég ætla samt að bíða með að búa til nýja útgáfu af plakatinu þangað til að umræðu hér er lokið; ef að einhver vill koma með lagfæringar á textanum er núna rétti tíminn.
ATH að okkur liggur ekkert á með þetta: Hugmyndin mín er að fara ekki að auglýsa þetta fyrr en að skólarnir byrja. Skv. dagatali mínu hefst nám í Grunnskólum almennt 24. ágúst. Skólasetningar framhaldsskóla koma í bunu eftir 21. ágúst. Háskólar byrja flestir ekki fyrr en í september. Nægur er tíminn. Gerum þetta bara flott í millitíðinni og látum heyrast vel í okkur þegar að þessi herferð byrjar.
Einnig væri gott ef að við værum búnir að búa til góðar notandaleiðbeiningar áður en að við förum af stað með að auglýsa þetta.
--Smári McCarthy 07:14, 29. júl 2004 (UTC)


Atkvæðagreiðsla um texta plakats

breyta
  • Stendur til 12:00 á morgun, föstudaginn 30. júlí.
  • Þeir sem styðja textan sem Notandi:Steinst skrifaði, setji **--~~~~ fyrir neðan. Þeir sem mæla á móti því búi til nýja fyrirsögn neðst og komi með móttillögu, eða greiði atkvæði við móttillöguna.
"Wikipedia er frjáls alfræðiorðabók á Netinu, skrifuð á 80 tungumálum af lesendum sínum alls staðar að úr heiminum. Hún er í stöðugri endurnýjun og mörg þúsund greinar á öllum sviðum mannlegrar þekkingar bætast við eða eru uppfærðar á hverjum degi.
Nokkrir netverjar hafa hafið uppbyggingu Wikipedia á íslensku og íslenski hlutinn fer nú ört vaxandi. Vafraðu um vefinn, njóttu þeirrar þekkingar sem þar er fyrir hendi eða taktu þátt í skemmtilegu verkefni og hjálpaðu okkur að gera Wikipedia betri."
  • Atkvæði hér:
    • --Smári McCarthy 13:10, 29. júl 2004 (UTC) (Búinn að prófa að setja þetta á plakat, virkar fínt; kemur prýðilega vel út)
    • Ég mótmæli texta þessum þar sem hann fer illa með staðreyndir, það er verið að skrifa wikipedia á 187 tungumálum, ekki 80, ef því verður breytt styð ég hann. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 14:37, 29. júl 2004 (UTC)
      • Reyndar er þetta að hluta til rangt hjá mér, það eru til 187 en ekki eru öll tungumálin virk ekki má þó taka mark á þessu (83) þar sem færeyska er ekki einusinni listuð þar, og þeir eru með nokkrar breytingar á dag. Marktækastan tel ég vera þennan lista sem s.k.v. talningu minni er nákvæmlega 100.
        • Svo eru 99 skrifaðar hér sem virkar. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 15:01, 29. júl 2004 (UTC)
          • Eeep! sum af þessum 187 eru proposed þannig sú tala er algert bull, hvað með að nota töluna 98? (simple er ekki sér tungumál) -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 15:05, 29. júl 2004 (UTC)
            • Hvað með að segja "á fjölda tungumála" eða eitthvað álíka? Þessi tala er trúlega breytileg og því oftast röng. -- Sindri
Styð tillögu Notandi:Steinst með því skilyrði að tungumálafjöldanum verði breytt í hátt í hundrað eða eitthvað álíka. --Biekko 20:54, 29. júl 2004 (UTC)
Styð tillögu Steinst með breytingartillögu frá Biekko. Þá hefðum við ágætan texta og tilgreindum engan ákveðinn fjölda, sem líklega er stöðugt að breytast. --Moi 21:06, 29. júl 2004 (UTC)

Hvenær skal hefja auglýsingar?

breyta

Ég hef vel þessu svolítið vel fyrir mér, og eins höfum við tekið þetta margoft til umræðu á #is.wikipedia - en það þarf einhver að tjá sig um þetta hér, og þá er kannski best að ég byrji, þar sem að ég á nú eiginlega sök á þessum auglýsingum. :P Ég tel að við ættum að hefja auglýsingaherferð þá og þá aðeins þegar (vó, einhver stærðfræðimelding föst í mér..):

  • Grunn-, framhalds- og háskólar hafa hafið göngu sína á ný,
  • Greinarnar okkar eru orðnar fleiri en 1000, (Sem stendur eru þær 59.399)
  • Gæði allra greinanna er ásættanleg,
  • Búið er að uppræta alla stubba og hálfkláraðar greinar,
  • Búið er að klára þýðingu á MediaWiki og
  • Allir tenglar á forsíðunni eru virkir.

Þá tel ég einnig rétt að auglýst verði í öllum framhaldsskólum á landinu, öllum háskólum, og svo grunnskólum eftir getu, og verði þá í öllum tilfellum auglýst bæði á kennarastofu, bókasafni og á að lágmarki einum öðrum stað innan skólans, eða eins og við á. Ég legg til að við stefnum á að þessi skilyrði verði uppfyllt þann 15. september 2004, og að við sem getum hittist þá á höfuðborgarsvæðinu á einhverjum stað (tilllögur? Súfistinn í Hafnarfirði hljómar ekki illa...), ræðum málin aðeins og höldum út í hið óþekkta.

Endilega veriði ósammála mér, en fyrst og fremst, hafiði skoðun! --Smári McCarthy 07:44, 11. ágú 2004 (UTC)

Ég er sammála þessu fyrsta, ekki svo mikið þessu öðru (1000 er bara önnur tala), þýðing væri flott en ekki alveg nauðsynleg.
Ég er hinsvegar alls ekki sammála því að það eigi að klára þetta áður en eitthvað verður auglýst, ef á að stefna að því getið þið beðið til eilífðarnóns þar sem alfræðiorðabókin er (sérstaklega þessi) skv. skilgreiningu alltaf í vexti og aldrei kláruð. Markmiðið með auglýsingum þessum væri aðallega það að fá fólk til að hjálpa til við að byggja þetta ekki síður en það að fá lesendur. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 08:47, 11. ágú 2004 (UTC)
Ég tala hvergi um að klára skrif Wikipedia í heild sinni, heldur eingöngu að uppræta þá galla sem eru í Wikipedia í dag, t.d. Stubbarnir, hálfkláraðar greinar og óþrifalegar greinar. Það væri hægt að segja bara "allar sem eru til í dag", og afrita þann lista þá á sér síðu, til þess að verkið verði örugglega endanlegt. Aðalatriðið finnst mér vera að gefa fólki ekki ranga mynd af Wikipedia þegar að það kemur hingað í fyrsta skiptið. --Smári McCarthy 10:13, 11. ágú 2004 (UTC)
...Sem myndi vera allrétt mynd af Wikipedia, meira að segja enskan sem fær mesta athygli er með 70.000 stubba ef ég man rétt af um 300.000 greinum, það er einfaldlega ómögulegt að uppræta stubba þegar alfræðiorðabókin er skrifuð á þennan hátt sem nú er.
Ég er hinsvegar sammála því að það þarf að gera margt, t.d. að skrifa leiðbeiningar, höfundarréttarreglur og annað, en það er draumur í dós að ná þessu í fullkomna mynd áður en einhverjar auglýsingar byrja, þannig eilfaldlega virkar þetta ekki, það er alltaf þannig að (skáldaðar tölur) 10-20% eru almennilegar greinar, og restin stubbar, greinar sem þarf að hreingera o.fl. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 10:49, 11. ágú 2004 (UTC)
Að mínu mati ætti áherslan á greinarskrifum að vera í kringum greinar sem tengjast út frá forsíðunni. Það eru miklar líkur á að við nælum í einhverja ef að flestallir tenglarnir á forsíðunni eru skrifaðir og teljast ekki til stubba. Ef að lesandinn sér að það vanti upplýsingar, þá eru meiri líkur á að það sé fyrirgefið því að íslenska Wikipedia safnið sýnist vera svo stórt, en vanti því miður upplýsingar um þetta tiltekna málefni. Það er sagt að notendur skoða mjög sjaldan lengra en 1-2 tengla inn í vef og ættum við að einbeita okkur að því fyrst. Setja ætti upp sér síðu fyrir alla skólanemendurna sem útskýrir hvernig Wikipedia (íslenska!) gagnast þeim í námi og starfi. Ég er sammála þér með Súfustann í Hafnarfirði, sérstaklega þar sem ég bý í sama bæ og þetta er ekki svo langt fyrir mig að ganga þangað :P -- Svavar L 11:55, 11. ágú 2004 (UTC)
Ég skil vel þörf hans Smára á því að setja eitthvert markmið, hafa t.d. 1000 greinar tilbúnar (má ræða þessa tölu náttúrulega, kannski 500 eru nóg og þá erum við komin yfir markið sem er bara gott) og síðan að hafa nokkrar "góðar" greinar sem væru þá fyrirmyndir fyrir nýkomna. Spurningin er bara hvort við séum ekki nú þegar komnir með nógu mikið af sýnigreinum sem eru nógu góðar. En ég er ekkert endilega sammála því að það þurfi að vera búið að þýða alla handbókina, uppræta alla stubba o.s.fr. þetta eru atriði sem fólk ætti að geta hjálpað okkur með. --ojs 13:07, 11. ágú 2004 (UTC)

Villa í plakati

breyta

A4 plakatið [1] vantar „á“ á milli „skrifuð“ og „fjölmörgum tungumálum“. --Stalfur 16. des. 2005 kl. 13:43 (UTC)

Fara aftur á verkefnissíðuna „Auglýsingar“.