Wikipedia:Samvinna mánaðarins/maí, 2007

Alþingiskosningar 2007
Samvinna mánaðarins í maí 2007 er um kosningar til Alþingis á Íslandi sem fara fram 12. maí 2007. Af mörgu er að taka þegar hugað er að því hvaða upplýsingar eiga að koma fram. Augljóslega þurfa að vera nokkuð tæmandi upplýsingar um hverjir eru í framboði, fyrir hvaða flokka og þá er við hæfi að búnar verði til greinar, í það minnsta um frambjóðendur í efstu sætunum. Í þessum kosningum kemur eitt nýtt framboð Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands fram sem býður fram í öllum kjördæmum. Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja hafa fallið frá framboði. Fjölmiðlar birta reglulega kannanir sem sína kjörfylgi, áherslumál kjósenda, og margt fleira. Umfjöllun í aðdraganda kosninga hefur s.s. aldrei verið jafnmikil. Greininni er ætlað að vera innlegg í þá umræðu. Stjórnmál eru í eðli sínu umfjöllunarefni sem mjög skiptar skoðanir ríkja um, það er því sérstaklega mikilvægt að gætt sé að hlutleysisreglu Wikipediu í allri umfjöllun um þau og jafnframt skal minnt á sannreynanleikaregluna. Gera verður ríka kröfu um heimildatilvísanir í þessum greinum, sérstaklega þeim sem varða nafngreinda einstaklinga.


Verkefni:

  • Flokkarnir: Flokkur:Íslensk stjórnmál ...
  • Gera gæða-/úrvalsgrein um kosningarnar sjálfar. Þar þarf að fjalla um:
    • Aðdraganda: prófkjörsbaráttan innan eldri flokka og ný framboð.
    • Kosningabaráttuna: helstu mál sem voru í umræðunni.
    • Niðurstöður: skipting atkvæða og þingsæta eftir kjördæmum og flokkum.
    • Stjórnarmyndun: Viðræður og samsetning nýrrar ríkisstjórnar.
  • Bæta og viðhalda greinum um kjördæmin.
  • Bæta og viðhalda greinum um flokka og framboð.
  • Gera greinar um alla núverandi þingmenn og ráðherra sem og um nýja þingmenn í kjölfar kosninga.
  • Bæta almenna umfjöllun um íslensk stjórnmál.