Wikipedia:Gefa höfundaréttarvarin gögn

Oft óskar fólk eftir að gefa höfundaréttavarin gögn til Wikipedia. Það getur verið texti eða myndir sem gætu þegar verið til staðar á öðrum vefsíðum eða er utan internetsins.

Hvað þýðir að gefa efni til Wikipedia? breyta

Þegar þú gefur gögn til Wikipedia, þá ertu ekki að láta okkur fá einskoraða notkun að því. Þú heldur áfram réttindum þínum, en þú ert að veita leyfi fyrir að hver sem er geti notað það undir undir Creative Commons Atribution Sharealike 3.0 Unported (CC-BY-SA) leyfi. Wikipedia tekur ekki við gögnum þar sem aðeins er leyft að birta efnið á Wikipedia, en hvergi annarstaðar.

Gögn sem þú gefur til Wikipedia er breytt reglulega af samfélagi Wikipedia. Það gæti verið bætt við það efni sem þú gefur, tekið af því, endurraðað, myndskreytt, skipt í nokkrar greinar, þýtt á önnur tungumál eða á annan hátt breytt á víðtækari hátt en þú myndir búast við. Framlag þitt er alltaf skráð í breytingarsögu greinarinnar og á þann hátt ertu alltaf skráður fyrir þínu framlagi til greinarinnar. Þér er jafnframt heimilt að taka inn breytingar á þeirri grein yfir á þína egin vefsíðu gegn því að hún sé undir CC-BY-SA leyfi.

Afhverju við tökum ekki við öllum gjöfum breyta

Þú getur ekki gefið það sem þú átt ekki breyta

Ef þú ert ekki höfundaréttarhafi gagnana, þá getur þú ekki gefið réttindin til Wikipedia. Við tökum höfundarétt alvarlega og fjarlægjum jafnvel gögn þar sem minnsti vafi er á réttindum okkar að nota það.

Til dæmis:

  • Flestar vefsíður leyfa ekki að gögn þeirra séu afrituð. Gögnin þurfa að vera í almenningi, vera með CC-BY-SA leyfi eða að þú hafir óskorað leyfi til að nota gögnin. Ekki afrita efni yfir á Wikipedia ef að ekkert þessara skilyrða er uppfyllt.
  • Ef þú ert höfundur gagnana, en útgefandi þinn á höfundaréttinn, þá hefur þú ekki heimild til þess að veita Wikipedia leyfi að nota þessi sömu gögn.

Wikipedia tekur ekki við hverju sem er breyta

Það eru ákveðin mörk á hvað Wikipedia er og hvað hún er ekki. Besta útskýringin á þessu er á Wikipedia:Það sem Wikipedia er ekki. Í grunnatriðum þá forðumst við efni sem er ekki markverðulegt í alfræðiriti. Við tökum til dæmis sjaldan á móti greinum sem eru um félagsamtök, nema þau séu mjög þekkt á landsvísu. Hinsvegar, erum við opin fyrir alfræðigreinum með heimildum sem eru skrifaðar frá hlutlausu sjónvarmiði. Texti á flestum vefsíðum uppfylla ekki þessi skilyrði og í þeim tilfellum er betra að endurorða textann en að afrita hann.

Wikipedia er ekki frumheimild breyta

Wikimedia er ekki staður fyrir frumheimildir, sem gefa út nýjar og frumlegar rannsóknir eins og lýst er enn frekar í Wikipedia:Engar frumrannsóknir. Ef að gögn þín eru óþekkt eða ný á nokkurn hátt, rök sem hafa engar heimildir, greining á staðreyndum eða notkun á nýyrðum án heimildar þá þarft þú að gefa út efnið annarstaðar fyrst.

Að gefa ljósmyndir breyta

Ef þú hefur tekið ljósmyndir sem þér finnst nothæfar Wikipediu, þá getur þú hlaðið þeim inn á Wikimedia Commons, þar sem önnur Wikimedia verkefni geta notað þín gögn. Ef þetta eru þínar egin myndir, þá velur þú þér eitt af þessum leyfum:

  • {{GFDL-self}} til þess að halda höfundarétti en veita leyfi samvæmt GNU Free Documentation Licence
  • {{CC-BY-3.0}} eða {{CC-BY-SA-3.0}} til þess að halda höfurétti en veita leyfi samkvæmt Creative Commons
  • {{FAL}} til þess að halda höfundarétti en veita leyfi samkvæmt Free Art Licence
  • {{Attribution}} eða {{CopyrightedFreeUseProvidedThat}} til þess að halda höfurétti, en leyfa að myndin sé notuð í vissum tilvikum. Þessar takmarkanir mega þó ekki vera bann við að breyta myndinni eða bann við notkun hennar í atvinnuskyni.
  • {{PD-self}} til þess að gefa út myndina í almenning.

Framlög eru leyfð undir tveimur leyfum sem lætur notendur ráða hvort leyfið þeir vilja nota til að nýta myndina þína.

Veiting leyfis til að afrita efni sem er á netinu breyta

Einföld leið til að veita leyfi sem er þegar til á netinu er að setja þetta sama leyfi á síðuna þar sem efnið er frá. Þetta kallast tilkynning um höfundarrang. Þessi tilkynning verður að tilgreina að síðan, eða hluti hennar er undir Creative Commons Attribution-Sharealike 3.0 Unported Licence leyfi eða í almenningi. Dæmi um hvernig þetta gæti litið er út er svohljóðandi:

Texti þessarar vefsíðu (eða síðu) er leyft til breytinga og endurnotkunar undir skilmálum Creative Commons Attribution-Sharealike 3.0 Unported Licence.

Samþykki breyta

Ef þú villt leyfa Wikipedia eða annari Wikimedia síðu til að nota gögnin þín án þess að tilgreina leyfið á vefsíðunni þá sendir þú tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn verksins
  • Tengill til þess að bera kennsl á verkið - ISBN kóði, vefslóð eða aðrar sambærilegar upplýsingar.
  • Nafn þitt og réttindi þín um að gefa leyfi fyrir verkinu (þ.e. að þú sért höfundaréttarhafi, umboðsmaður o.s.frv.)
  • Nafn og upplýsingar um höfundaréttarhafann, ef hann er annar en sá sem sendir samþykkið eða þú ert að senda samþykkið fyrir hönd höfundaréttarhafans.
  • Tengill á verk þitt á Wikipedia eða Commons
  • Dagsetning

Ef um texta sem setja á í grein, tilgreindu að verk þitt sé leyft til breytinga undir skilmálum Creative Commons Attribution-Sharealike 3.0 Unported Licence og jafnframt GNU Free Documentation leyfi ef að nokkrir höfundaréttarhafar eru að verkinu. Að þessu loknu sendu tölvupóstinn á permissions-en@wikimedia.org

Ef um margmiðlunarskrá er um að ræða, tilgreindu leyfi sem að Wikimedia Commons samþykkir. Tilgreina þarf nákvæmlega hvaða leyfi átt er við með því að tilgreina nafn leyfisins, tegund þess og útgáfunúmer á þennan hátt "Creative Commons Share Alike 3.0" eða "CC-BY-SA 3.0". Sendu tölvupóstinn á permissions-commons@wikimedia.org

Eftir að þú hefur sent tölvupóstinn setur afritar þú {{OTRS pending}} yfir á spjallsíðu greinarinnar eða margmiðlunarskráarinnar. Einhver mun svara tölvupósti þínum á þann hátt að hann tilgreini hvort efni og leyfi þitt sé í lagi og uppfærir síðuna til að gefa til kynna að leyfið hafi verið veitt.

Tengt efni breyta

Wikipedia:Höfundaréttur