Wikipedia:Gæðagreinar/Jörðin

Jörðin séð frá Apollo 17.
Jörðin séð frá Apollo 17.

Jörðin er þriðja reikistjarnan frá sólu, sú stærsta af innri reikistjörnum og sú fimmta stærsta af þeim öllum. Jörðin, sem talin er hafa myndast fyrir um 4,55 milljörðum ára, er eini hnötturinn sem vitað er til að líf þrífist á. Tunglið er eini fylgihnöttur jarðar og hefur fylgt henni í að minnsta kosti 4,5 milljarða ára.

Ef jörðin er skoðuð utan úr geimnum lítur hún út ekki ósvipað og djúpblá marmarakúla með hvítri slikju sem þekur hana hér og þar. Blái liturinn kemur til vegna úthafanna, en sá hvíti vegna skýja, sem að öllu jöfnu þekja talsverðan hluta hennar. Jörðin er talsvert björt, og af innri reikistjörnunum er það einvörðungu Venus sem endurkastar stærri hluta af því ljósi sem á hana fellur.

Lesa áfram um jörðina...